2

Main content

main

Skjáskot úr MuseumPlus

MuseumPlus valið nýtt skráningarkerfi fyrir Sarp

Í nóvember síðastliðnum var útboð vegna nýs skráningarkerfis fyrir Sarp auglýst á vef Ríkiskaupa. Sex tilboð bárust og tók þá við hefðbundið ferli við mat á bjóðendum (t.d. gæðakröfur og áhættumat). Þrír bjóðendur stóðu svo eftir fyrir lokaumferð útboðsins sem fólst í að leysa úr notkunardæmum. Dómnefnd notendadæmanna samanstóð af aðilum frá mismunandi söfnum og stofnunum innan safnageirans.   Niðurstöður dómnefndar úr notkunardæmunum voru svo lagðar saman við aðra þætti í útboðinu. Eftir að búið var að fara yfir allar úrlausnir og þær kröfur sem gerðar voru til bjóðenda voru verðumslög opnuð og var þá ljóst að tilboðið frá þýska hugbúnaðarfyrirtækinu Zetcom yrði fyrir valinu.

Zetcom hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni og hönnun á skráningar- og umsýslukerfum fyrir söfn og stofnanir í menningargeiranum. Fyrirtækið þjónar meira en 1.000 menningarstofnunum í 36 löndum og er með vel yfir 80 sérfræðinga í vinnu.  

Kerfið sem Zetcom býður uppá heitir MuseumPlus. Kerfið er Spectrum vottað og er nú þegar til á 10 tungumálum. Stórir viðskiptavinir sem nota kerfið eru til dæmis þjóðminjasöfn Svíþjóðar og Noregs, FMA í Finnlandi (samstarf viðurkenndra safna í Finnlandi) og Louvre. Zetcom hafa einnig reynslu af mörg hundruð gagnaflutningum frá ýmis konar kerfum.

Við þökkum öllum kærlega sem tóku þátt í þessu verkefni með okkur og við hlökkum til samstarfsins við Zetcom.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block