Main content
main
Námskeið í tengingu eintaka
18.01.2006
Boðið verður upp á námskeið í tengingu eintaka þriðjudaginn 31. janúar 2006, kl. 10:00–13:00.
Námskeið í tengingu eintaka er fyrir þau söfn sem ætla að tengja safnkost sinn við fyrirliggjandi bókfræðifærslur í Gegni. Einnig er það ætlað starfsmönnum núverandi aðildarsafna, sem þurfa að læra að tengja eintök.
Dagskrá:
- Leitir
- Gátlisti – hvað ber að varast
- Eintakaþáttur
- Safndeildir
- Eintaksstaða
- Ferilstaða
- Efnistegund
Athugið: Áður en starfsmenn sækja námskeið í tengingu eintaka er nauðsynlegt að setja upp biðlara. Ef safnið hefur ekki biðlara er rétt að leita aðstoðar hjá Landskerfi bókasafna á hjalp@landskerfi.is.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér á þessum vef eða í síma 514 5050.