2

Main content

main

Nýr verkefnastjóri til starfa

Þann 31. ágúst hóf Eirný Vals störf hjá Landskerfi bókasafna sem verkefnastjóri. Hún er ráðin til tveggja ára og mun stýra verkefni um val á nýju bókasafnskerfi. Eirný er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá HÍ auk þess að vera með MBA gráðu frá sama skóla og útskrifaður rekstrarfræðingur frá Bifröst. Hún hefur sinnt fjölbreyttum störfum á umliðnum árum og hefur m.a. verið sviðstjóri hjá Rannís, fjármálastjóri og bæjarstjóri hjá Sveitarfélaginu Vogum og frá árinu 2015 starfaði hún sem verkefnastjóri Brothættar byggðir – Skaftárhreppur til framtíðar hjá Byggðastofnun.
 
Sama dag var haldinn ræsfundur sérfræðingahópa vegna þarfagreiningar fyrir nýtt bókasafnskerfi sem verður arftaki Aleph kerfisins. Um þrjátíu sérfræðingar frá hinum ýmsu Gegnissöfnum gáfu kost á sér í vinnunna. Þeir munu starfa í fjórum hópnum sem eru lán, lánþegar, umsýsla og lýsigögn. Hóparnir verða að störfum næstu vikurnar og lýkur vinnu þeirra með skýrslu síðla nóvember.
 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block