Main content
main
Starfsmannaheimildir í Alma bókasafnskerfinu
17.01.2022
Til að fá notandaheimild í nýja bókasafnskerfið verður allt starfsfólk að skrá upplýsingar um sig, safnstjóra sinn og merkja við núverandi verkefni / heimildir í Gegni.
Starfsmenn sem vinna í Gegni þurfa að fylla eyðublaðið út sjálfir eða safnstjóri fyrir þeirra hönd.
- Athugið að nauðsynlegt er að vera innskráður á vef Landskerfis bókasafna
- Nálgast má eyðublaðið hér
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst þar sem það tekur tíma að útbúa notendaheimildirnar. Áætlað er að starfmenn verði komnir með heimildir í kerfið í byrjun mars, þ.e.a.s. í tæka tíð áður en farið verður að kenna á Alma kerfið. Notendaheimild í bókasafnskerfið er forsenda þess að læra og prófa sig áfram í kerfinu.