Main content
main
Umsagnir um íslenskar bækur í Gegni
27.12.2017
Búið er að auðga færslur fyrir um það bil 8700 íslenskar bækur í Gegni með því að bæta við þær umsögnum útgefenda úr Bókatíðindum áranna 2000-2016.
Umsagnirnar birtast undir „Útdráttur“ á leitir.is.
Félag íslenskra bókaútgefenda lagði til lýsigögn um bækurnar og Landskerfi bókasafna sá um að keyra gögnin saman við ISBN númer í Gegni og útbúa innhleðsluskrá með umsögnum.
Umsagnir úr Bókatíðindum 2017 munu svo bætast við í ársbyrjun 2018.