2

Main content

main

Minniblað fyrir skráningu í Myndaskrá

Cecilie Gaihede og Þorvaldur Böðvarsson, haust 2019.

Inngangur:

Þessar leiðbeiningar eiga við um skráningu aðfanga í Myndasnið og fjalla um helstu aðgerðir tengdar skráningu ljósmynda. 

  • Þegar skráning er hafin er smellt á aðföng -> Myndir. Þá birtist yfirlitsgluggi með tilheyrandi undirskrám. Þá er smellt á „STOFNA FÆRSLU“ 
  • Hraðskráningarsnið er hér valið ef við á (Ef hraðskráningarsnið er valið, má lesa nánar um það í Minnisblað fyrir stofnun Hraðskráningarsniðs). Skráð er í opna tölureitinn „Fjöldi“ ef verið er að skrá ákveðinn fjölda aðfanga í einu. Síðan er smellt á „Samþykkja“. Sjá mynd til útskýringar:


Í kjölfarið birtist aðfangasniðið

1)    Tengja myndir/skjöl/teikningar

  • Mælt er með að byrja skráningu með að tengja og hlaða upp myndir/skjöl. Eingöngu er hægt að tengja eina mynd í myndagluggann. Ef þörf er á að tengja fleiri myndir, t.d. sýna bakhlið mynda er ráðlagt að hlaða þeirri mynd upp sem skjali.
  • Til að tengja mynd/skjal við skráninguna er smellt á „Hlaða upp mynd/skjali“ -> síðan „Choose file“ velja síðan myndina smella á „Open“ og síðan „Samþykkja.“ Ef vill er hægt er fylla út viðeigandi upplýsingar um rafræna mynd/skjal.
     

 

2)    Grunnupplýsingar

  • Hér er fyllt út eins ítarlega og hægt er upplýsingum um myndina sem verið er að skrá. Mælt er með að renna ítarlega yfir alla skráningarmöguleikana.
  • Lágmarksskráningar til að geta vistað aðfangasnið eru: Undirskrá: Safnnúmer, Tegund (mikilvægt) Sjá mynd:

 

 

 
  • Mikilvægt atriði er að velja í reitinn „Staða skráningar.“ Skráning á að uppfylla ákveðinn skilyrði til að standast kröfur um gæði skráningar.  

 

 

  • Til að nálgast ítarlegri upplýsingar um ákveðin skráningaratriði og nákvæmari lýsingar á skráningarreitunum er mælt með að skoða kafla VII. Myndir í Skráningarhandbók Sarps 2.0 sem hægt er að nálgast á þjónustuvefinn landskerfi.is
     

 --> Þjónustuvef Landskerfis Bókasafna

  • Þegar búið er fylla út reitina eftir bestu getu er fín regla að ýta síðan á „Vista“

 


3)    Aðrar upplýsingar

  • Hér er mikilvægt að skrá í frjálsa textareitinn allar nánari upplýsingar um myndina sem vitað er um og lýsa myndefninu. Gott er að hafa það í huga að reitirnir „Lýsing“ og „Heimildir“ eru reitir sem birtast á ytri vef sarpur.is ef valið er að birta myndina þar. (Til upplýsingar birtist reiturinn „Sýningartexti“ sömuleiðis á ytri vef en er einungis notaður í undantekningartilvikum.)


  

  • Það þarf því að gæta þess með almenning í huga að textinn í þessum reitum sé vel unnin og lýsandi fyrir myndina. 
  • Síðan er smellt á „Vista“