Hvaða skráarform eru í Rafbókasafninu?
- Hljóðbækur
- MP3
- OverDrive Listen
- Rafbækur
- ePub
- OverDrivd Read
- Upplesnar OverDrive Read rafbækur
- EKKI
- Mobi sniðið er fyrir Kindle frá Amazon og er ekki notað í Rafbókasafninu
Landskerfi bókasafna býður starfsmönnum skólasafna upp á þá þjónustu að mynda lánþegaréttindi vélrænt í kerfinu fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Auk þess að mynda lánþegaréttindin er einnig hægt að uppfæra bekkjardeild, netfang og gildistíma skírteinis. Með þessum hætti sparast mikil vinna þar sem ekki þarf að skrá lánþegana handvirkt einn í einu. Netföngum er bætt við þau sem fyrir eru, þ.e.a.s. ekki er skrifað yfir netföngin sem eru inni í kerfinu. Ef óskað er eftir að vanskilalistar raðist eftir bekkjum er nauðsynlegt að láta uppfærðar ...
Það hefur gerst að lánþegi hefur ekki getað skráð sig inn í Rafbókasafnið vegna þess að reiturinn fyrir lykilorð birtist ekki á innskráningarsíðunni - sjá myndir.
Hvað er til ráða? Senda Landskerfi bókasafna verkbeiðni...
Ef lánþegi segist ekki komast inn Rafbókasafnið þá þarf að grafast betur fyrir um HVERNIG lánþeginn reynir að skrá sig inn.
Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna hf, Borgarbókasafns Reykjavíkur og annarra almenningsbókasafna. Flestar bækurnar eru á ensku en í sjónmáli er að brátt verði einnig hægt að fá íslenskt efni lánað í Rafbókasafninu.
Rafbókasafnið er að finna á vefslóðinni http://rafbokasafnid.is eða http://rafbókasafnið.is. Rafbókasafnið byggir á OverDrive rafbókaveitunni sem býður bókasöfnum um allan heim samskonar...
Til þess að geta tekið raf- og hljóðbækur að láni í Rafbókasafninu þurfa lánþegar að eiga gilt lánþegakort og PIN-númer í almenningsbókasafni sem er aðildarsafn Gegnis. PIN-númer fá lánþegar í afgreiðslu síns bókasafns.
Listi yfir aðildarsöfn Rafbókasafnsins með upplýsingum um heimasíður þeirra, hjálparsíður og netföng.
Fyrirtæki úti í bæ eru bókasöfnum til þjónustu varðandi prentun strikamiða. Hvorki söfnin sjálf né Landskerfi bókasafna hf. þurfa að halda utan um númeraraðirnar.
Helstu atriði varðandi strikamerkin:
Smelltu á „Velja safn“, veldu safnahóp og síðan safnið í felliglugganum. Hér er bara leitað í Gegnisgögnum. Þú leitar að efni í þínu safni og undir flipanum „staðsetning og frátektir“ sjást einungis eintök safnsins.
Undir flipanum „Leit í Gegni“ er einungis leitað í Gegnisgögnum. Í græna viðmótinu er leitað í öllum gagnasöfnunum í leitir.is og Gegni þar á meðal.
Gögnin í leitir.is koma úr:
Leitir.is er safnagátt sem veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni bókasafna, minjasafna og annarra valinna safna. Þar er hægt er að finna upplýsingar um bækur, tímarit og greinar, rafbækur, hljóðbækur, tónlist, ljósmyndir, lokaverkefni háskólanema, myndefni, vefsíður, fornleifar og muni. Í mörgum tilfellum er hægt að skoða ljósmyndir og hlaða niður tímaritsgreinum, bókum og skýrslum á eigin lestæki eða tölvu.
Í starfsmannaviðmóti Gegnis er veittur aðgangur að þjóðskrá til að flýta fyrir skráningu lánþega. Í því felst að allir sem hafa íslenska kennitölu og eru búsettir á Íslandi eru í skránni. Þjóðskráin í Gegni er uppfærð einu sinni í mánuði. Mánaðarlegar uppfærslur ná til breytts lögheimilis og breytts nafns. Einnig er fært til bókar ef nafn er máð úr þjóðskrá, t.d. vegna andláts en hvíli skuld á lánþeganum eða hafi hann safngögn í útláni er nafnið ekki tekið út í Gegni, heldur boðum komið til safnsins um að innheimta eða fella niður skuldina og útlánið.
Fyrir kemur að tilkynningar um...