2

Main content

main

Samgöngustefna Landskerfis bókasafna hf.

Samþykkt af stjórn Landskerfis bókasafna 30.8.2013

Markmið 

Markmið samgöngustefnu Landskerfis bókasafna hf. er að sýna samfélagslega ábyrgð með því að stuðla að því að starfsfólk félagsins noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Þannig leggur Landskerfi bókasafna sitt af mörkum til að bæta umhverfi og heilsu starfsfólks félagsins og annarra landsmanna.

Til vistvæns ferðamáta teljast almenningssamgöngur, hjólreiðar og ganga. Einnig telst samnýting einkabíls til vistvæns ferðamáta.

Leiðir

  • Landskerfið hvetur starfsfólk til að nota almenningssamgöngur, að ganga eða hjóla til og frá vinnu.
  • Landskerfið gerir samgöngusamning við þá starfsmenn sem nota vistvænan samgöngumáta.
  • Landskerfið gerir samning við Strætó svo starfsmenn geti keypt sér samgöngukort, þ.e. 12 mánaða strætókort á verði 9 mánaða korts.
  • Landskerfið mun kappkosta að reyna að tryggja góða aðstöðu á vinnustað fyrir þá sem stunda vistvænar samgöngur. Undir þetta fellur aðstaða til geymslu reiðhjóla og búningsaðstaða fyrir starfsmenn.
  • Fyrir það starfsfólk sem að jafnaði notar vistvænan samgöngumáta greiðir stofnunin leigubílakostnað í neyðartilvikum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna.
  • Starfsfólk notar strætisvagna eða leigubíla til að fara á fundi ef það hentar. Stofnunin kaupir staka miða í strætó fyrir ferðir á vinnutíma.
  • Starfsfólk skal samnýta ferðir á vinnutíma eins og kostur er.

 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block