Main content
main
Efnisorðaráð
Hlutverk efnisorðaráðs er að vera samstarfsvettvangur Landskerfis bókasafna og bókasafna landsins varðandi efnisorðagjöf og gerð efnisorðalykils (thesaurus) sem byggist á Kerfisbundnum efnisorðalykli fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, 3. útg. 2001. Samræmd notkun efnisorða í Gegni er ein af meginstoðum gæðastjórnunar bókfræðigrunns Gegnis ásamt því að stuðla að samræmdum leitarniðurstöðum í Gegni og leitir.is. Öllum sem gefa efnisorð ber að hlíta þeim reglum sem efnisorðaráð setur.
Efnisorðaráð Gegnis er skipað fjórum sérfræðingum á sviði efnisorða, skv. erindisbréfi. Landskerfi bókasafna skipar þrjá fulltrúa að fenginni tillögu frá skráningarráði Gegnis. Formaður efnisorðaráðs er ritstjóri efnisorða Gegnis. Hann er tilnefndur af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Tekið er við tillögum um ný efnisorð á netfanginu efnisordarad@landskerfi.is
Efnisorðaráð | |
---|---|
Ragna Steinarsdóttir, formaður | Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn |
Guðný Ragnarsdóttir | Stofnun Árna Magnússonar |
Þórdís T. Þórarinsdóttir |