Main content
main
Sarpur
21.08.2015
Sarpur er heiti á upplýsingakerfi sem nær yfir forrit og gagnasafn þess. Sameignaraðilar Rekstrarfélags Sarps eiga hugbúnaðinn og hvert og eitt aðildarsafn gögnin sem það skráir í gagnasafnið.
Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir sem eru aðilar að Sarpi skráð rúmlega eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum innri vef. Meirihluti þeirra er nú aðgengilegur á ytri vefnum sarpur.is.