Main content
main
Gangsetningaráætlun Sarps 4.0
14.10.2025
Innleiðing nýs Sarps, sem leysir af hólmi Sarp 3 er á lokametrunum.
Nýi Sarpur, Sarpur 4 byggir á MuseumPlus og eMP kerfunum frá Zetcom.
Að neðan má sjá helstu viðfangsefni og dagsetningar fram að opnun Sarps 4. Vekjum sérstaka athygli á því að ekki verður hægt að skrá eða breyta gögnum í Sarpi 3 eftir 31. október. Áfram verður hægt að skoða gögn í Sarpur 3 og á sarpur.is þar til nýja kerfið verður gangsett. Vinna við gögn hefst svo aftur þegar Sarpur 4 opnar. Hjá þeim sem verða búnir að sækja um aðgang fyrir 28. október.
| Lýsing | Dagsetningar (2025) | 
| Lok viðtökuprófana á ytri vef | 17. október | 
| Viðtökuprófanir á nýrri þjóðháttavirkni | 22. - 24. október | 
| Lokaprófanir (eftir leiðréttingar) | 29. - 30. október | 
| Lokadagur fyrir beiðni um stofnun starfsmannaaðgangs fyrir opnun Sarps 4 | 28. október | 
| Lokadagur til að senda inn upplýsingar fyrir ytri vef (upplýsingatextar, netföng fyrir pantanir og "Veistu meira"). Svo sé inni fyrir opnun. | 30. október | 
| Sarpur 3 fer í lesham (engu hægt að breyta, bara hægt að skoða) | 31. október | 
| Kennsla á Sarp 4 fyrir aðildarsöfn | 3. - 7. nóvember | 
| Lokagagnaflutningar úr Sarpi 3 í Sarp 4 | 1. - 11. nóvember | 
| Prófanir á gögnum og stillingar | 11. -16. nóvember | 
| Opnun Sarps 4 og ytri vefs (fyrir aðildarsöfn) | 17. nóvember | 
| Formleg opnun Sarps 4 | Í byrjun desember | 
horizontal
print-links
 
