Main content
main
Gagnabreytingar í Gegni (Alma)
Yfirfærslan
Lýsing eintaks
Í gamla Gegni var lýsing eintaks textareitur þar sem leiðbeiningarnar frá Landskerfi voru að setja inn öll frávik og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um eintak. Þessi reitur var sýnilegur á leitir.is
Í nýja Gegni byggja frátektir fjölbindaverka og tímaritahefta á lýsingu eintaks sem er virknireitur. Þar af leiðandi var nauðsynlegt að færa ónauðsynlegar upplýsingar úr lýsingu í annað svið (Public note) og samræma eins og kostur er upplýsingar um bindi eða hefti. (LOKIÐ)
Nauðsynlegt er að endurskoða notkun á lýsingarreitnum til að koma til móts við ólíkar þarfir safnanna, eins og t.d. varðandi kiljur.
Strikamerkjaárekstrar
Það var vitað að það yrði einhver samsláttur í eintökum eftir yfirfærsluna vegna þess að sömu eintakanúmerin voru í notkun í mismunandi stjórnunareiningum og síðan fluttust söfnin í sama safnakjarna í yfirfærslunni. Eintökunum/strikamerkjunum var breytt í gamla Gegni fyrir yfirfærslu með því að setja safnakóða framan við númerið. Í kjölfarið fengu söfnin lista yfir breytt eintök og áttu að breyta strikamerkjinu á eintakinu til samræmis, þ.e.a.s. prenta og líma nýja strikamiða á eintakið. Nokkur brögð hafa verið að því að söfnin hafa ekki breytt strikamerkinu og afleiðingarnar eru að kerfið telur að eintakið eigi heima í allt öðru safni. Þetta er einungis hægt að laga handvirkt hjá hverju og einu safni. Hægt er að nálgast nýja lista hjá Helga Steindal.
Forðafærslur í gamla Gegni
Til þess að forðaupplýsingar tímarita úr gamla Gegni flyttust betur yfir í Alma kerfið var hluti af forðaupplýsingum lagfærður vélvirkt. (LOKIÐ)
Ferilstöður
Allar ferilstöður úr gamla Gegni fengu stöðuna „Technical migration“. Unnið er að því að lagfæra ferilstöður út frá upphaflegri stöðu, t.d. yfir í „Finnst ekki“ eða „Í viðgerð“. Þessar leiðréttingar taka tíma þar sem að þær þarf að gera safn fyrir safn og stöðu fyrir stöðu. (Ath. Ekki í forgangi)
Íslensk mannanöfn
Í yfirfærslunni varð að breyta högun íslenskra mannanafna í bókfræði- og nafnmyndafærslum. Í gamla Gegni voru nöfnin í þremur deilisviðum en í Ölmu verður að hafa þau í einu deilisviði eins og MARC staðallinn kveður á um. Þessi breyting hefur víðtæk áhrif og ekki eru enn allir verkferlar í bókfræðiskráningu tilbúnir vegna þessa. Jákvætt er þó að nú þarf ekki að setja millinafn aftast í flettileit. (LOKIÐ)
Greinifærslur
Í yfirfærslunni þurfti að flytja upplýsingar úr tenglasviði LKR í gamla Gegni yfir í MARC svið 773 til að tryggja að tenging greinifærsla við móðurfærslur haldist. Í mörgum greinifærslum, bæði fyrir tímaritsgreinar, bókarkafla og tónlist, birtist titill tímarits/bókar þó ekki. Ógerningur er þá fyrir notandann að sjá í hvaða tímariti/bók greinin birtist. Þessa stundina er Ex Libris að lagfæra þetta í prófunarumhverfinu en leiðréttingar í raunumhverfi koma í kjölfarið.
Heilstæð endurskoðun á útlánareglum og gögnum
Notendahópar og reglur eintaks
Tiltekt í notendahópum og reglum eintaks. Hérna er ekki bara verið að hugsa um tiltekt í felligluggum heldur breyta gögnum og endurskoða útlánareglur.
Safndeildir (Unassigned)
Þarf að hafa samráð við hvert safn og breyta eintökum / forða í samhengi við útlánareglurnar.
- Sigrún Hauksdóttir